35. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. febrúar 2023 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:20
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:00
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fylgirit með fjárlögum 2023 Kl. 09:00
Til fundarins komu Katrín Anna Guðmundsdóttir, Sólrún Þrastardóttir og Hlynur Hreinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu fylgirit fjárlaga og svöruðu spurningum um efni þess.

2) Lyfjakostnaður 2023 Kl. 11:50
Til fundarins komu Ásta Valdimarsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Bjarni Sigurðsson og Unnur Ágústsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Þau fóru yfir þróun lyfjakostnaðar undanfarin ár og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 327. mál - staðfesting ríkisreiknings 2021 Kl. 11:03
Lögð fram drög að nefndaráliti. Afgreiðslu málsins var frestað.

4) Önnur mál Kl. 11:04
Farið var yfir dagskrá í ferð nefndarinnar til OECD í París sem farin verður 19. febrúar. Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá Seðlabanka Íslands um aldursskiptingu lántakenda innan verðtryggðra lána, óverðtryggðra með fasta vexti og óverðtryggðra með breytilega vexti og greiðslubyrði miðað við laun út frá þessum ólíku formum. Ennfremur upplýsinga um hlutfall fyrstu kaupenda samkvæmt fyrrgreindum lánaformum. Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 11:05
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:06